Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Færeyska tríóið END - Tónleikar

$
0
0
Færeyska tríóið END eða Tríó Edvard Nyholm Debess skipa þrír reyndir tónlistarmenn frá Þórshöfn. Þeir Edvard Nyholm Debess - kontrabassi og söngur, Finnur Hansen á píanó og Rógvi á Rógvu leikur á  trommur og slagverk. Sérstakir gestir eru Sigurður Flosason saxófónleikari og Agnar Már Magnússon píanóleikari.
Tónlistina semja bassaleikari og söngvari END og samanstendur hún af ómþýðum jazzlögum með svolitlu gospel- og þjóðlagaívafi. Einnig flytur tríóð ný færeysk lög í sama stíl. 
Tónlistarmennirnir þrír hafa spilað saman í mörg ár, bæði sem hljómsveit og einnig sem undirleikarar fjölda söngvara og einleikara. 
Þeir hafa allir sótt Ísland heim og hafa leikið með bæði íslenskum og færeyskum listamönnum, þar á meðal:. Tómasi R. Einarssyni, Eivør, Sigurði Flosasyni, Jógvan Hansen, Guðmundi Péturssyni, Agnari Má Magnússyni, Matthíasi Hemstock, Kjartani Valdemarssyni og fleirum. 
Þetta er fyrsta ferð þeirra til Íslands sem hljómsveit.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696