STEFÁN HILMARSSON
Jólatónleikar í Salnum ásamt góðum gestum
Popptenórinn Stefán Hilmarsson heldur jólatónleika í Salnum þann 5, 6. og 11. desember. Á tónleikunum verða flutt lög af glænýrri jólaplötu Stefáns í bland við lög af plötunni "Ein handa þér". Auk þess slæðast með sérvalin stemmnings- og hátíðarlög af ýmsu tagi.
Hljómsveitin verður skipuð valinkunnum galdramönnum sem nánast aldrei slá feilnótur og ásamt Stefáni brýna raust sína sérvaldir gestasöngvarar, sumir býsna góðir.
Miðasala hefst 3. október kl. 10:00