
Sinfóníuhjómsveit Íslands
Ungir einleikarar
Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur að í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu.
Hver einleikari flytur hálftíma dagskrá með verkum af ólíkum toga en dómnefnd keppninnar skipar tónlistarfólk í fremstu röð.
Vinningshafar keppninnar vekja verðskuldaða athygli og mikil eftirvænting ríkir yfir þeim krafti sem býr í unga tónlistarfólkinu okkar. Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands leiða saman hesta sína og styðja við okkar efnilegasta tónlistarfólk á leið þess inn í heim atvinnumennskunnar. Á sama tíma fá áheyrendur tækifæri til að fylgjast með þroska og framförum þessa unga listafólks.
Einleikarakeppni SÍ og LHÍ fer fram í lok september 2013 og í kjölfarið verða nöfn vinningshafa birt á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Dagskrá kynnt síðar
Bernharður Wilkinson
hljómsveitarstjóri
Sigurvegarar úr einleikarakeppni SÍ og LHÍ