Kiriyama Family hefur verið starfandi frá árinu 2010 og þeirra fyrsta breiðskífa kom út um mitt sumarið 2012. Lagið Weekends af þeirri plötu náði þeim árángri að verða lag ársins á rás 2 og bætti met með því að sitja lengst á toppi listans frá upphafi. Nú tveimur árum seinna er von á annarri breiðskífu bandsins sem mun koma með vetrinum og hefur fyrsti singúll þeirra "Apart" þegar náð að setja í toppsæti vinsældarlista rásar 2 í 3 vikur í röð. Hljómsveitin samanstendur af 6 manns, þar á meðal ungri söngkonu sem nýverið gekk til liðs við bandið. Hljómsveitin er þekkt fyrir flotta og lifandi tónleika og þykir mjög sérstakt að enginn meðlimur bandsins er fastur við eitt hljóðfæri. Þannig myndast skemmtileg og síbreytileg stemmning sem gerir bandið að Kiriyama Family.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.