Eivør í Norðurljósum
Með framúrskarandi og seiðandi sviðsframkomu og flutningi hefur söngkonan og lagasmiðurinn Eivør Pálsdóttir sungið sig inn í hug og hjörtu Íslendinga. Þessi hæfileikaríka færeyska tónlistarkona er handhafi fjölda verðlauna og má meðal annarra nefna Íslensku tónlistarverð- launin árið 2003 sem besta söngkonan og besti flytjandinn, Færeyingur ársins árið 2004, Grímuverðlaunin árið 2005 fyrir tónlist og flutning í Úlfhamssögu og Dönsku tónlistarverðlaunin árið 2006.
Nú sameina Eivør, hljómsveit hennar og Sinfóníuhljómsveit Íslands krafta sína í Norðurljósasal Hörpu og flytja lög Eivar- ar sem mörg hver má heyra á nýjustu plötu hennar Room. Lagasmíðar söngkonunnar spanna mikla breidd í tilfinn- ingum og túlkun þar sem ástin, söknuður, minningar, frelsi og náttúra eru yrkisefni. Eiginmaður Eivarar, tónskáldið Tróndur Bogason, klæddi lögin í sinfónískan búning en hann leikur jafnframt á hljóm- borð í hljómsveit söngkonunnar ásamt Jeppe Gram trommuleikara, Magnusi Johannesen píanóleikara og Mikael Blak bassaleikara.
Stjórnandi á tónleikunum er samlandi Eivarar, Bernharður Wilkinson, sem er tónleikagestum Sinfóníuhljómsveitar Íslands að góðu kunnur en Bernharður hefur stjórnað mörgum af vinsælustu tónleikum hljómsveitarinnar.