Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Chic og Nile Rodgers -

$
0
0
Mynd

Hjómsveitin Chic undir styrkri handleiðslu stofnandans Nile Rodgers mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi Hörpuþann 17. júlí næstkomandi.

Á tónleikunum mun Chic leika öll vinsælustu lög sín, lög eins og Le freak, I want your love og Everybody dance auk fjölda laga sem urðu þekkt í flutningi annarra listamanna frá því tímabili sem kennt hefur verið við diskó. Má þar nefna lög Diönu Ross Upside Down og I'm coming out og öll þekktustu lög Sister Sledge eins og  He´s the greatest dancer, We are Family og Thinking of you.

Nile Rodgers hefur heldur betur skotið upp á stjörnuhimininn aftur og hefur eignast marga nýja aðdáendur af yngri kynslóðum eftir að hafa sett nýjan tón í hljómsveitina Daft Punk með nýjasta lagi þeirri Get lucky sem fór beint á toppinn á vinsældalistum um allan heim.

Með því bættust Daft Punk í hóp þekktra listamanna sem hafa leitað í smiðju Nile Rodgers til að finna hinn eina sanna funky tón og tengja tónlist sína við lífsgleði og dans. Má þar nefna listamenn eins og David Bowie, Madonnu, U2 og Duran Duran.

Tónleikarnir þann 17. júlí verður sannkölluð gleðisamkoma og til að gera kvöldið enn veglegra ætla tvær af efnilegustu hljómsveitum Íslands að baða út vængjum á undan meisturunum í Chic. Hljómsveitirnar Moses Hightower og Sisi Ey munu opna kvöldið.

ATH Tónleikarnir hafa verið færðir úr Laugardalshöll yfir í Hörpu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696