Af fingrum fram
Jón Ólafsson fær til sín gesti og laðar fram þægilega og létta stemningu eins og honum einum er lagið. Einstakir spjalltónleikar þar sem áhorfendur komast í nálægð við tónlistarmenn sem aldrei fyrr.
3. október kl. 20:30
Páll Óskar - Gordjöss, gordjöss, gordjöss!
Hinn óviðjafnanlegi Páll Óskar Hjálmtýsson hefur verið reglulegur gestur Jóns Ólafssonar í Salnum og má segja að samtal þeirra jaðri við uppistand þegar best lætur. Tónlistarferill söngvarans er svo rammaður inn með einföldum undirleik og gestir fá að kynnast einlægum listamanninum í návígi. Róbert Þórhallsson leikur á bassa með þeim félögum.
24. október kl. 20:30
Sigga Beinteins – Eitt lag enn!
Sigga Beinteins heilsar í fyrsta sinn upp á Jón Ólafsson í Salnum og víst er að það verða fagnaðarfundir. Þessi ástsæla söngkona hefur verið í fremstu röð íslenskra söngkvenna um ómunatíð og löngu kominn tími til að rifja upp allt um rauða kjólinn, Stjórnina, Söngvaborg og Noreg! Færri vita um dúklagningarhæfileika Siggu enda kannski aukaatriði í þessu tilfelli. Róbert Þórhallsson er bassaleikari kvöldsins.
7. nóvember kl. 20:30
Bragi Valdimar Skúlason – Baggalúturinn sjálfur!
- sérstakur gestur Valdimar Guðmundsson
Braga er svo sannarlega margt til lista lagt. Lög og textar hafa flætt frá pilti síðustu árin og það heyrir til undantekninga ef þau verða ekki vinsæl með endemum. Hann er helsta sprautan í gleðihópnum Baggalúti og hefur farið á kostum í Ríkissjónvarpinu þar sem hann stýrir Orðbragði ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. Jón Ólafsson og Bragi Valdimar hyggjast fara á kostum þetta kvöld ásamt söngvaranum Valdimari Guðmundssyni og gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni.
21. nóvember kl. 20:30
Sigríður Thorlacíus - Stjarnan sem skín
Löngum var ættarnafnið Thorlacíus tengt við nýjustu tækni og vísindi. Nú er öldin önnur og það fyrsta sem okkur dettur í hug er fagur söngur, þökk sé Sigríði Thorlacíus, söngkonu hljómsveitarinnar Hjaltalín. Hún mætir með söngmöppuna sína í Salinn til Jóns Ólafssonar ásamt Guðmundi Óskari, bassaleikara, og flytur lög af ýmsum toga auk þess að ryðja frá sér limrum og lausavísum eins og henni einni er lagið.
30. janúar kl. 20:30
Helgi Björnsson – Reiðmaðurinn rokkar
Söngvari, lagahöfundur og stórleikari; allt á þetta við um Helga Björnsson sem hefur verið í fremstu röð íslenskra listamanna allt frá því hann sló í gegn árið 1984 með hljómsveitinni Grafík. Síðan þá hefur hann stytt okkur stundir á hvíta tjaldinu, á leiksviði og síðast en ekki síst með hljómsveitunum SS Sól og Reiðmönnum vindanna. Jón Ólafsson spyr Helga spjörunum úr milli þess sem þekktustu lögin frá ferli kappans fá að hljóma. Með þeim leika Róbert Þórhallsson á bassa og Stefán Már Magnússon á gítar.
13. febrúar kl. 20:30
Ellen Kristjánsdóttir - Einhversstaðar einhverntímann aftur
Ellen Kristjánsdóttir sló í gegn þegar hún söng með hljómsveitinni Mannakornum fyrir þó nokkuð mörgum árum. Röddin var eftirtektarverð og tilfinningin ósvikin. Síðan þá hefur þessi frábæra söngkona tekist á við ólíklegustu verkefni; alltaf með jafngóðum árangri. Sálmaplata hennar fór inn á velflest heimili landsins og samstarf systkinanna KK og Ellenar hefur einnig verið ærið gifturíkt. Ellen heimsækir Jón Ólafsson í Salinn og í sameiningu líta þau yfir farinn veg í tali og tónum. Róbert Þórhallsson kemur við sögu í hlutverki bassaleikara.
6. mars kl. 20:30
Guðrún Gunnarsdóttir - Umvafin englum
Það er vel við hæfi að Guðrún heimsæki Jón Ólafsson í Salinn með söngbókina sína því þessu húsi hafa margir hennar bestu tónleika einmitt farið fram. Einlæg röddin hefur lengi átt upp á pallborð íslensku þjóðarinnar bæði í söng og tali en margir líta á Guðrúnu sem heimilisvin; hún hefur jú setið við hljóðnema í eigu Ríkisútvarpsins í allmörg ár, svo vægt sé til orða tekið. Guðrún hefur verið iðin við að kynna lög Ellýar Vilhjálms í gegnum tíðina og víst er að einhver þeirra verða sungin þetta kvöld.
19. mars kl. 20:30
Pálmi Gunnarsson - Í gegnum tíðina
“Hvers vegna varstu ekki kyrr Þorparinn þinn? Ég er á leiðinni! Ég var í Gleðibankanum þar sem ég hitti Sölva Helgason. Hef ekkert hitt hann Í gegnum tíðina”.
Þetta gætu verið setningar úr óútgefinni ævisögu Pálma Gunnarssonar en eru það þó ekki. Pálmi mætir með bassann sinn og hljóðnemann og hyggst ekkert draga undan í spjalli sínu við Jón Ólafsson. Líf þessa magnaða flytjanda hefur verið litríkt í meira lagi og því af nógu að taka. Stefán Már Magnússon leikur með á gítar.
Páll Óskar - Gordjöss, gordjöss, gordjöss!
Hinn óviðjafnanlegi Páll Óskar Hjálmtýsson hefur verið reglulegur gestur Jóns Ólafssonar í Salnum og má segja að samtal þeirra jaðri við uppistand þegar best lætur. Tónlistarferill söngvarans er svo rammaður inn með einföldum undirleik og gestir fá að kynnast einlægum listamanninum í návígi. Róbert Þórhallsson leikur á bassa með þeim félögum.
Sigga Beinteins – Eitt lag enn!
Sigga Beinteins heilsar í fyrsta sinn upp á Jón Ólafsson í Salnum og víst er að það verða fagnaðarfundir. Þessi ástsæla söngkona hefur verið í fremstu röð íslenskra söngkvenna um ómunatíð og löngu kominn tími til að rifja upp allt um rauða kjólinn, Stjórnina, Söngvaborg og Noreg! Færri vita um dúklagningarhæfileika Siggu enda kannski aukaatriði í þessu tilfelli. Róbert Þórhallsson er bassaleikari kvöldsins.
Bragi Valdimar Skúlason – Baggalúturinn sjálfur!
- sérstakur gestur Valdimar Guðmundsson
Braga er svo sannarlega margt til lista lagt. Lög og textar hafa flætt frá pilti síðustu árin og það heyrir til undantekninga ef þau verða ekki vinsæl með endemum. Hann er helsta sprautan í gleðihópnum Baggalúti og hefur farið á kostum í Ríkissjónvarpinu þar sem hann stýrir Orðbragði ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. Jón Ólafsson og Bragi Valdimar hyggjast fara á kostum þetta kvöld ásamt söngvaranum Valdimari Guðmundssyni og gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni.
Sigríður Thorlacíus - Stjarnan sem skín
Löngum var ættarnafnið Thorlacíus tengt við nýjustu tækni og vísindi. Nú er öldin önnur og það fyrsta sem okkur dettur í hug er fagur söngur, þökk sé Sigríði Thorlacíus, söngkonu hljómsveitarinnar Hjaltalín. Hún mætir með söngmöppuna sína í Salinn til Jóns Ólafssonar ásamt Guðmundi Óskari, bassaleikara, og flytur lög af ýmsum toga auk þess að ryðja frá sér limrum og lausavísum eins og henni einni er lagið.
Helgi Björnsson – Reiðmaðurinn rokkar
Söngvari, lagahöfundur og stórleikari; allt á þetta við um Helga Björnsson sem hefur verið í fremstu röð íslenskra listamanna allt frá því hann sló í gegn árið 1984 með hljómsveitinni Grafík. Síðan þá hefur hann stytt okkur stundir á hvíta tjaldinu, á leiksviði og síðast en ekki síst með hljómsveitunum SS Sól og Reiðmönnum vindanna. Jón Ólafsson spyr Helga spjörunum úr milli þess sem þekktustu lögin frá ferli kappans fá að hljóma. Með þeim leika Róbert Þórhallsson á bassa og Stefán Már Magnússon á gítar.
Ellen Kristjánsdóttir - Einhversstaðar einhverntímann aftur
Ellen Kristjánsdóttir sló í gegn þegar hún söng með hljómsveitinni Mannakornum fyrir þó nokkuð mörgum árum. Röddin var eftirtektarverð og tilfinningin ósvikin. Síðan þá hefur þessi frábæra söngkona tekist á við ólíklegustu verkefni; alltaf með jafngóðum árangri. Sálmaplata hennar fór inn á velflest heimili landsins og samstarf systkinanna KK og Ellenar hefur einnig verið ærið gifturíkt. Ellen heimsækir Jón Ólafsson í Salinn og í sameiningu líta þau yfir farinn veg í tali og tónum. Róbert Þórhallsson kemur við sögu í hlutverki bassaleikara.
Guðrún Gunnarsdóttir - Umvafin englum
Það er vel við hæfi að Guðrún heimsæki Jón Ólafsson í Salinn með söngbókina sína því þessu húsi hafa margir hennar bestu tónleika einmitt farið fram. Einlæg röddin hefur lengi átt upp á pallborð íslensku þjóðarinnar bæði í söng og tali en margir líta á Guðrúnu sem heimilisvin; hún hefur jú setið við hljóðnema í eigu Ríkisútvarpsins í allmörg ár, svo vægt sé til orða tekið. Guðrún hefur verið iðin við að kynna lög Ellýar Vilhjálms í gegnum tíðina og víst er að einhver þeirra verða sungin þetta kvöld.
Pálmi Gunnarsson - Í gegnum tíðina
“Hvers vegna varstu ekki kyrr Þorparinn þinn? Ég er á leiðinni! Ég var í Gleðibankanum þar sem ég hitti Sölva Helgason. Hef ekkert hitt hann Í gegnum tíðina”.
Þetta gætu verið setningar úr óútgefinni ævisögu Pálma Gunnarssonar en eru það þó ekki. Pálmi mætir með bassann sinn og hljóðnemann og hyggst ekkert draga undan í spjalli sínu við Jón Ólafsson. Líf þessa magnaða flytjanda hefur verið litríkt í meira lagi og því af nógu að taka. Stefán Már Magnússon leikur með á gítar.