Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Jónína Aradóttir - Tónleikar í Salnum

$
0
0

Söngkonan og lagasmiðurinn Jónína Aradóttir heldur tónleika í Salnum Kópavogi  laugardagskvöldið 6. september. Jónína Aradóttir er ein af okkar upprennandi lagahöfundum. Hún er sveitastelpa, uppalin frá Hofi í Öræfasveit og sækir hún oft þangað  innblástur fyrir tónlist sína. 

Hún semur texta og tónlist sjálf en segja má  að stíll hennar flokkist undir fólk, popp, rokk með vott af blús, allt frá fallegum ljúfum tónum yfir í léttleika og grín.

Jónína hefur  komið fram á mörgum stöðum á Íslandi, Danmörku og Bandaríkjunum en nýverið lauk Jónína  7 vikna tónleikaferð um allan vesturhluta Bandaríkjanna. Meðal staða sem Jónína hefur leikið á má nefna Whiskey-a-Go-Go, House of Blues Hollywood, Viper Room og Hard Rock Café Hollywood.

Jónína  kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003 eftir að hafa unnið trúbadorakeppni Rásar 2. Eftir það var ekki aftur snúið. Hún stundaði  tónlistarnám á Íslandi og í Danmörku en árið 2010 hélt Jónína til Bandaríkjanna. Þar nam hún í rúm 3 ár við tónlistarskólann Musicians Institute í Los Angeles þaðan sem hún útskrifaðist með diploma í Associate in Art and Performance og Independent Artist sem aukafag.  

Jónína gaf út smáskífu 2013 í LA þar sem má finna 5 af hennar lögum. Eitt þeirra laga „In to the water“  var á dögunum valið á safndisk sem kemur út í Bandaríkjunum síðar á árinu en diskurinn er gefinn út til styrktar Global women's empowerment Network.

Með Jónínu á tóneikunum verður  6 manna hljómsveit en hana skipa:

Árni Þór Guðjónsson gítar
Hrafnhildur Ýr Vilbergsdóttir bakraddir
Óskar Þormarsson trommur
Róbert Dan bassi
Sigfús Óttarsson trommur
Stefán Þorleifsson píanó.
Einnig má búast við óvæntum gestum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696