Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Lögin úr teiknimyndunum - Fjölskyldutónleikar

$
0
0

Frábærir tónleikar fyrir ALLA fjölskylduna með landsþekktum röddum ásamt hljómsveit. Öll þekkjum við lögin úr teiknimyndunum sem hafa glatt unga sem aldna í næstum heila öld.  Tónleikarnir á síðasta ári seldust upp, sömuleiðis aukatónleikarnir sama dag, svo tryggið ykkur miða strax.

Það er næstum óþarfi að kynna listamennina sem koma að söng og leikdagskránni Lögin úr teiknimyndunum. Valgerður Guðnadóttir, Þór Breiðfjörð og Felix Bergsson eru meðal þekktustu söngvara og leikara þjóðarinnar. Raddir Felix og Valgerðar eru hluti af æsku margra barna þar sem þau hafa sungið og leikið fjöldan allan af Disney-persónum á löngum og glæsilegum ferli.  Þar má nefna Aladdin, Konung ljónanna, Pocahontas, Mulan, Litla hafmeyjan og Magga Víglunds.  Þór er nýfluttur heim eftir farsælan feril erlendis og hann söng sig inn í hjörtu landsmanna í söngleiknum Vesalingunum á síðasta ári.

Á tónleikunum munu þau mæta í fantaformi og njóta þess að syngja frábær lög úr vel þekktum teiknimyndum og söngleikjum.  Þetta verða glæsilegir tónleikar, stútfullir af vel þekktum perlum Disney, söngleikja og kvikmynda.  Meðal þess sem sungið verður eru lög úr Aladdin, Konungi ljónanna, Litlu hafmeyjunni, Apalífi, Hundalífi og Söngvaseið ásamt hinu ótrúlega vinsæla lagi úr Frozen.  Þá verður saga nokkurra mynda rakin á milli laga.

Vignir Þór Stefánsson stjórnar þriggja manna hljómsveit af alkunnri snilld ásamt því að spila á píanó. Með honum er Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Matthías Stefánsson á gítar, fiðlu og fleira.

Upplagt tækifæri fyrir sameiginlega fjölskyldustund fyrir krakka, afa, ömmur, pabba og mömmur.

Meðal laga:

Hakúna Matata
Apalagið úr Skógarlífi
Leið hann heim  úr Vesalingunum
Do-re-mi úr Söngvaseið
Við höldum vörð og Eitt stökk úr Aladdin
Vinur minn úr Toy Story
Bare Necessities úr Jungle Book


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696