Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Sumarmölin 2014 - Almennt verð

$
0
0

Tónlistarhátíðin Sumarmölin verður haldin í annað sinn í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi laugardagskvöldið 14. júní næstkomandi. Sumarmölin er fjölskylduvæn tónlistarhátíð þar sem ungir og aldnir skemmta sér saman við tónlistarflutning margra fremstu listamanna landsins.

Á hátíðinni í ár koma fram:
Moses Hightower
Hermigervill
Púsl
Sin Fang
Borko og Futuregrapher
Samaris
Prins Póló

Að tónleikum loknum geta dans- og skemmtanaþyrstir gestir skemmt sér áfram á Malarkaffi þar sem prinsinn í Popplandi, Matthías Már Magnússon, þeytir skífum fram eftir nóttu.

Almennt miðaverð er 4500 kr. en 2500 kr. fyrir 7-12 ára. Aðgangur er ókeypis fyrir 6 ára og yngri.

Í ár stendur gestum Sumarmalarinnar til boða að kaupa miða á hátíðina og gistingu á gistiheimilinu Malarhorni á Drangsnesi á sérstöku hátíðarverði, aðeins 24. 000 kr. fyrir tveggja manna herbergi og tvo miða á hátíðina.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl.19:30 en húsið opnar um hálftíma fyrr.

Vinsamlegast athugið

16 ára aldurstakmark er á hátíðina en yngri gestir eru hjartanlega velkomnir í fylgd foreldra.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696