Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Dimma - Tónleikar

$
0
0

Þungarokkshljómsveitin DIMMA mun gefa út plötuna Vélráð í byrjun júní en um er að ræða fjórðu stóru hljóðversplötu sveitarinnar.

Í tilefni af útgáfunni mun sveitin koma fram á tónleikum um allt land á næstu mánuðum.

DIMMA heldur svo á Græna Hattinn á Akureyri föstudaginn 13. júní til að halda útgáfutónleika enda er þar um að ræða einn af uppáhalds tónleikastöðum hennar. Af þessu tilefni gefur DIMMA nú út lagið Ljósbrá sem er kyngimögnuð rokkballaða sem sýnir svolítið nýja hlið á sveitinni auk þess að gefa forsmekkinn af þeirri breidd sem er í tónlistinni á plötunni.

Vélráð fylgir í kjölfar síðustu plötu sveitarinnar, Myrkraverk, sem kom út í október 2012. Platan sú gerði stormandi lukku og var tíður gestur á hinum ýmsu metsölululistum auk þess sem nokkur lög af henni fóru inn á vinsældarlista Rásar 2.

Myrkraverk var ekki konsept plata sem slík, þó rauði þráðurinn í henni hafi verið skuggahliðar mannlegs eðlis. Fyrir Vélráð sótti DIMMA innblástur í alla þá undirförlu leiki, blekkingar og kúgunartækni sem við mannfólkið notum til að ná stjórn á hvort öðru. Yrkisefnið er dimmt og drungalegt og tónlistin er níðþung og óvægin en jafnframt melódísk og aðgengileg enda er stundum ljós við enda ganganna… 

Í kjölfar útgáfu Myrkraverka kom DIMMA fram á mögnuðum tónleikum í stappfullum Norðurljósasal Hörpu, tónleikarnir heppnuðust svo vel að þeir voru gefnir út á tvöföldum tónleika og mynddisk sem hlaut nafnið Myrkraverk í Hörpu og kom út haustið 2013.

DIMMA þykir ein öflugasta tónleikasveit landsins og leggur gríðarlega mikla áherslu á hinn sjónræna þátt tónleika sinna. Það er því hægt að lofa miklu sjónarspili í Hörpu 12 júní og á þeim fjölmörgu tónleikum sem sveitin mun koma fram á í sumar og haust um land allt, tónleikum sem enginn rokkunandi má láta fram hjá sér fara. 

DIMMA eru: Stefán Jakobsson – Söngur Silli Geirdal – Bassi Ingó Geirdal – Gítar Birgir Jónsson - Trommur

Vinsamlegast athugið

18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696