
Hálfvitasumarið er hafið og Græni Hatturinn er sem fyrr, heimavöllur Hálfvitanna. Prógrammið verður suðrænn og seiðandi kokteill af lögum af „gömlu“ plötunum, hræður og hristur saman við glæbrönduð lög af nýju plötunni sem að sjálfsögðu verður með í för, sjóðheit úr geisladiskapressu alheimsins.
18 ára aldurstakmark.