
Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Orri Huginn Ágústsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa öll farið á kostum í leiksýningum, söngleikjum og á tónleikum á síðustu árum. Hér leiða þau saman hesta sína og njóta fulltingis nokkurra frábærra hljóðfæraleikara. Áhorfendur fá að njóta nýrra og gamalla söngleikjaperla. Á efnisskránni eru söngleikjalögin sem við dáum öll í bland við ný lög og eldri gullmola. Flutt verða lög úr söngleikjum á borð við Les Miserables, Fiddler on the Roof, Evita, Rocky Horror, Hair og Jesus Christ Superstar. Hér er á ferðinni metnaðarfull efnisskrá, ný lög og persónuleg nálgun sem gerir þetta að leikhús- og tónlistarupplifun sem enginn má missa af. Frábær kvöldstund með með einvala liði syngjandi leikara sem eiga heima á Broadway