
Hin árlega söngkeppni okkar MK-inga, MK URPIÐ fer fram að þessu sinni í Gamla bíói, þann 13. febrúar næstkomandi! Keppnin verður stór í sniðum þetta árið, en það hafa aldrei verið jafn mörg atriði verið skráð til leiks! Það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst, og tryggja sér bestu sætin, því selt er í númeruð sæti.
Urpið er söngkeppni MK-inga, en sömuleiðis undankeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna, sem haldin verður í apríl næstkomandi. MK Urpið er ódýr og skemmtun, þar sem allir ættu að geta séð atriði við sitt hæfi!