
Þegar fyrsta hljómplata Metallica, Kill ‘Em All, kom út árið 1983 olli hún straumhvörfum í tónlistarheiminum og þá sérstaklega á sviði þyngra rokks. Þarna var lagður hornsteinn sem allir þungarokkarar heimsins hafa síðan hlaðið utan á, ýmist meðvitað eða ómeðvitað, og enda þótt skiptar skoðanir séu um Metallica í dag ríkir einróma sátt um Kill ‘Em All. Platan er einfaldlega meistaraverk.
Melrakkar er nýstofnuð hljómsveit 5 manna sem allir hafa gengið gegnum lífið með Kill ‘Em All í blóðinu. Verkefnið er einfalt: Spila plötuna í gegn á tónleikum fyrir þá sem vilja hlusta. Nú þegar eru í farvatninu tvennir tónleikar á Græna hattinum, Akureyri, föstudaginn 7. mars og á Gamla Gauknum í Reykjavík laugardaginn 8. mars.
Melrakka skipa:
Aðabjörn Tryggvason (SÓLSTAFIR) – Söngur
Bjarni M. Sigurðarsson (Minus) – Gítar
Björn Stefánsson (Minus) – Trommur
Flosi Þorgeirsson (HAM) – Bassi
Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) – Gítar
Græni hatturinn - 18 ára
Gamli gaukurinn - 20 ára