Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

The Pixies - Stúka / Seating

$
0
0
Mynd

The Pixies með tónleika á Íslandi 11. júní.

Bandaríska rokkhljómsveitin The Pixies mun koma fram á tónleikum í Laugardalshöll þann 11. júní.
The Pixies er tónlistarunnendum á Íslandi vel kunn, því hljómsveitin lék á tvennum tónleikum fyrir troðfullu húsi í Kaplakrika fyrir tíu árum síðan. The Pixies var þá að koma fram í fyrsta skipti síðan 1993 og kaus að halda fyrstu tónleika endurkomu sinnar á Íslandi. Það var gamall draumur The Pixies að spila á Íslandi, eftir að hafa spilað með Sykurmolunum á fjölda tónleika þegar báðar sveitirnar voru fremstar í heimi nýbylgjurokksins.

Nú eru önnur tímamót í sögu The Pixies. Eftir frábæra endukomu árið 2004 hafa aðdáendur beðið með öndina í hálsinum eftir nýju efni. Í janúar gaf hljómsveitin út EP-plötu og stór plata mun vera á leiðinni. Því er tímabært að The Pixies snúi aftur til Íslands og spili fyrir aðdáendur sína.

Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni og hin efnilega hljómsveit Kaleo mun hita upp fyrir The Pixies.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696