
Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja nokkur af helstu verkum tónlistarsögunnar fyrir selló og píanó. Á efnisskránni verða sónötur eftir Bach, Beethoven og Brahms auk smærri verka.
Samstarf Sigurðar og Daníels hefur staðið yfir óslitið frá námsárum þeirra í Reykjavík en þeir hafa leikið nýja tónlist, spuna og klassík víða um heim auk þess að standa fyrir tónlistarviðburðum af ýmsum toga, innan lands og utan.