
Á lokatónleikum RMM verður leikin óhemjugóð og litrík tónlist. Við heyrum hárbeitta og vægast sagt framúrstefnulega madrígala morðingjans Carlos Gesúaldó kallast á við íróníska bullmadrígala György Ligeti. Thomas Adès lítur með tárin í augunum tæp 400 ár aftur í tímann og „endursemur? lútusöng Johns Dowland, Sergei Prokofiev er undir skýrum áhrifum Haydns í kraftmikilli fyrstu sinfóníu sinni. Ljóðaflokkar Ravel og Stravinsky skarta ævintýralega fallegri hljóðfæraskipan, en þó er engin tónlist fegurri en Fjórir síðustu söngvar Richards Strauss, óður til veraldar sem var, saminn þremur árum eftir seinni heimsstyrjöldina.
Sergei Prokofiev
Sinfónía Nr. 1 (1917)
John Dowland
In Darkness let me dwell (1610)
Thomas Adés
Darkness Visible (1992)
Igor Stravinsky
3 Japanese Lyrics (1913)
Maurice Ravel
3 poèmes de Stéphane Mallarmé (1913)
Juan del Encina
Cucú, cucú! (1492)
György Ligeti
2 Nonsense madrígalar (1988-1993)
Carlo Gesualdo
5 Madrígalar (1611)
Richard Strauss
Four Last Songs (1948)
Flytjendur Ármann Helgason, Bryndís Halla Gylfadóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Gísli Magnason, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Hugi Jónsson, Margrét Sigurðardóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurður Ingvi Snorrason, Snorri Örn Snorrason, Una Sveinbjarnardóttir, Viðar Gunnarsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Þóra Einarsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir.