Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Heimspíanistar í Hörpu - Philip Glass - Heimspíanistar í Hörpu

$
0
0
Mynd

Etýðurnar eftir Philip Glass.

Frumflutningur óútgefinna píanóverka í flutningi tónskáldsins sjálfs ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni og Maki Namekawa.

Philip Glass hugsaði upphaflega Etýðurnar, safn tuttugu verka fyrir einleikspíanó til að styrkja leikni sína á hljóðfærið. Sextán þeirra samdi hann á tíunda áratugnum og snerist þá hver og ein um ákveðið tæknilegt atriði. Síðustu fjórar etýðurnar voru loks pantaðar meira en tíu árum síðar, í tilefni af 75 ára afmæli tónskáldsins og frumfluttar í Perth í Ástralíu 16. febrúar sl. Þetta verður frumflutningur verkanna í Evrópu, en þau eru óútgefin. Tónleikarnir verða mikill viðburður í okkar tónlistarlífi og einstakt tækifæri til að sjá og heyra Philip Glass flytja sínar eigin tónsmíðar ásamt píanistunum Maki Namekawa og Víkingi Heiðari Ólafssyni, en þau munu flytja allt safn verkanna; Píanóetýðurnar, þann 28. janúar kl 20 í Eldborgarsal Hörpu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696