Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Maxímús kætist í kór - Litli tónsprotinn

$
0
0
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Maxímús kætist í kór

– nýtt ævintýri um Maxímús Músíkús

Tónelska músin Maxímús Músíkús er heimilisvinur fjölda barna á Íslandi en hefur einnig unnið hug og hjörtu barna og fjölskyldna þeirra í mörgum löndum Evrópu, Asíu og Ameríku.

Í nýútkomnu ævintýri um Maxa, því fjórða í röðinni, slæst Maxímús Músíkús í för með stórum hópi kórbarna sem eru á leið með rútu upp í sveit í æfingabúðir. Börnin syngja á leiðinni og herma eftir dýrahljóðum, Maxa til mikillar skemmtunar, en Maxa bregður þegar þau syngja um köttinn Brand, mjá! Í æfingabúðunum kynnist Maxi krökkum frá mörgum löndum og lærir skemmtilega söngva og fjörugar lagasyrpur á ólíkum tungu-málum. Í æfingabúðunum reynist Maxi úrræðagóður eins og alltaf og sannur vinur í raun.

Ævintýrin um Maxa hafa notið fádæma vinsælda og kunnu börn í Kennedy-listamiðstöðinni svo sannarlega að meta músina frá Íslandi þegar Sinfóníuhljómsveitin flutti ævintýrið fyrir skólabörn í Washingtonborg í mars síðastliðnum.

Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari, höfundar ævintýranna um Maxímús Músíkús, eru bæði fastráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Georges Bizet
Forleikur og  Götudrengjakórinn úr Carmen
Örlygur Benediktsson 
Sveitavísur
Erlend þjóðlagasyrpa 
útsetning Þóru Marteinsdóttur
Þrjú íslensk þjóðlög 
útsetning Tryggva Baldvinssonar
Wolfgang Amadeus Mozart 
Bona nox - Góða nótt
Engelbert Humperdinck 
Kvöldbæn úr Hans og Grétu
Gabriel Fauré
Cantique de Jean Racine
Stefan Nilsson
Þetta líf er líf sem ég á
Hallfríður Ólafsdóttir
Lagið hans Maxa
Bernharður Wilkinson 
hljómsveitarstjóri
Valur Freyr Einarsson 
sögumaður
Barnakór Selfosskirkju
Unglingakór Selfosskirkju
Drengjakór Reykjavíkur
Gradualekór Langholtskirkju,  Graduale Futuri Langholtskirkju
Kórskóli Langholtskirkju

Kór Öldutúnsskóla 
Barnakór Kársnesskóla
Stúlknakór Reykjavíkur


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696