
Jólatónleikar Fóstbræðra í Gamla Bíói.
Karlakórinn Fóstbræður heldur jólatónleika í Gamla bíói laugardaginn 14. desember. Á efnisskránni verða bæði innlend og erlend jólalög og sálmar.
Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki og er hér um að ræða kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja heyra fallegan og vandaðan kórsöng í aðdraganda jólanna.
Söngstjóri er Árni Harðarson og Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur undir á píanó en einsöngvarar koma úr röðum kórmanna.
Tónleikarnir hefjast kl. 17:00. Hlé er gert á tónleikunum þar sem hægt er að kaupa léttar veitingar.