Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Lay Low - Útgáfutónleikar

$
0
0
Mynd

Lay Low er með þekktustu tónlistarkonum landsins. Hún kom fram á sjónarsviðið árið 2007 með fyrstu plötu sína Please Don't Hate me og titillag plötunnar sló strax í gegn. Lay Low sendir nú frá sér sína fjórðu sóló plötu sem nefnist Talking About The Weather. Platan skýrskotar til nýrrar en þó gamallar festu í tilveru listakonunnar, en hún flutti nýverið aftur á suðurlandið eftir nokkurra ára dvöl í Reykjavík. Hér kveður við nýjan og persónulegri tón en áður hjá Lay Low. Heimkoman í sveitina sendir laga- og textasmíðar í óvæntar áttir, þar sem drepið er niður í fortíðinni, ljúfsárt uppgjör við æskuár, veikindi, sjálfstæðisbaráttu manneskjunnar og listakonunnar.

Lay Low fetar einnig nýjar leiðir við gerð plötunnar þar sem hún sér um allan söng, hljóðfæraleik og útsetningar sjálf fyrir utan  trommuleikinn sem er í höndum Bassa Ólafssonar. Upptökustjórn var einnig í höndum Lay Low en Bretinn Ian Grimble hljóðblandaði plötuna. Hann hefur getið sér gott orð fyrir störf sín sem upptökustjóri með hljómsveitum á borð við Daughter, Beth Orton, Benjamin Francis Leftwich og Travis svo fátt eitt sé nefnt.

Lay Low kemur fram með nýrri hljómsveit sem Bassi Ólafsson og Birkir Rafn Gíslason skipa ásamt henni. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Snorri Helgason.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696