
Söngkonan og píanóleikarinn Margrét Sigurðardóttir og hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Gunnari Hrafnssyni á kontrabassa, gítarleikurunum Ásgeiri Ásgeirssyni og Magnúsi Einarssyni og trommu- og slagverksleikaranum Ásgeiri Óskarssyni flytja tónleikadagskrána Vintage í Hljóðbergi Hannesarholts.
Tónlistarfólkið hefur unnið að undirbúningi útgáfu með tónlistinni sem hér verður flutt en þar er bæði að finna þroskuð lög frá ýmsum tímabilum sem heyrast hér í nýjum útsetningum og nýútsprungin lög eftir Margréti.