Nordic Affect kemur fram í Mengi.
Ath: bara þessir einu tónleikar!
Tvær gerðir af undarlegu, rússibani fyrir trúleysingja, amma í háloftunum, ljósmynd og fjall sem breytast í tónverk og meira að segja ástin koma við sögu á þessum tónleikum Nordic Affect þar sem hópurinn flytur tónsmíðar eftir Báru Gísladóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Jobina Tinnemans, Maja Ratkje og Veronique Vöku.
Nordic Affect hefur komið sér á kortið sem framsækinn tónlistarhópur. Gagnrýnendur innan lands og utan hafa hælt hópnum í hástert, m.a. fyrir ‘ineffable synergy between the performers’ (San Francisco Classical Voice), lýst honum sem ‘multi-disciplinary force of nature’. (A Closer Listen) og sem gersemi í íslensku tónlistarlífi (Fréttablaðið).
Nánari upplýsingar má finna á FB síðu hópsins og vefsíðu:
www.facebook.com/nordicaffect
www.nordicaffect.com
Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.500