Þann 29.nóvember næsta verður sannkölluð þungavigtar rokkveisla í boði á Gauknum.
Hljómsveitin Gunned Down Horses kemur í annað sinn alla leið frá Ísrael til að spila fyrir rokkþyrsta Íslendinga og með þeim verða hvorki meira né minna hljómsveitirnar Dr. Spock og Tuð! Það verður rokk fyrir allan peninginn, tryllingur og dansiball… Verður leyni-hljómsveit? HVER VEIT?
Ekki missa af þessu kraftmikla, sveitta og fallega rokkhlaðborði.
Miðaverð í forsölu: 2.500
Miðaverð við hurð: 3.000
GUNNED DOWN HORSES
Þetta er í annað skipti sem að ísraelska hljómsveitin Gunned Down Horses spilar hér á landi en hún kom eins og stormsveipur í neðanjarðar rokksenunnni í Evrópu.
Þeir eru þekktir fyrir mjög kraftmikinn og líflegan flutning og oft er talað um tónlistina sem ,,cinematic" eða í anda leikhússins og þeir munu halda þér á tánum allan tímann.
Þeim er líkt við samblöndu af Faith No More og Nick Cave með dassi af Tarantino og Fellini!
Gunned Down Horses hafa ferðast út um allan heim, við gríðarlega góðar undirtektir og voru þeir m.a. fengnir til að hita upp fyrir Deep Purple tvisvar í fyrra. “Davidavi Dolev’s Voice translates the overall madness one can experience during a personal trip to the darker side of the soul” Echos and Dust Magazine UK
https://www.facebook.com/GunnedDownHorses
DR. SPOCK
Dr. Spock þarf varla að kynna fyrir landanum enda allra besta rokkhljómsveit Íslands.
NAMENAKUTSAME! SKÍTAPAKK! DR.ORGAN!
https://www.facebook.com/skitapakk
TUÐ
Tuð er besta pönkhljómsveit Íslands. Það er bara þannig. Þeir gáfu nýverið út fyrstu plötuna sína “Þegiðu!” en þar má meðal annars dansa hliðar saman hliðar við slagara á borð við ,,Lífið er óhentugt”, ,,Þuklarinn á Næsta Bar” og ,,Tilfinningamaðurinn”. Must see!