Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Guitarama 2019 - Bjössi Thor í Bæjarbíói - Tónleikar

$
0
0

Gítarhátíð Bjössa Thor í Bæjarbíói Hafnarfirði 2. nóvember.

Árlegar Gítarveislur Björns Thoroddsen eru meðal merkilegustu og skemmtilegustu tónlistarviðburða landsins. Nú í ár heldur hann hátíðina í Hafnarfirði, gamla heimabænum þar sem tónlistarferillinn hófst og þar verður engu til sparað.

Björn verður sjálfur í aðalhlutverki á hátíðinni, studdur af hljómsveitinni sinni sem er skipuð Unni Birnu Bassadóttur, Sigurgeir Skafta og Skúla Gíslasyni.

Á sviðinu mun Björn rifja upp margt skondið og skemmtilegt frá upphafi ferlis síns og segja frá ýmsu sem hafði mótandi áhrif á hann sem listamann.Hafnfirskar hetjur stíga á svið með Birni. Þar má nefna tónlistarmennina Krumma Björgvinsson, Stefán Hjörleifsson, Andrés Þór Gunnlaugsson, Gunnar Þór Jónsson og Pétur Valgarð Pétursson.

Þetta er viðburður sem lengi verður í minnum hafður!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696