MDDC Events & Agent.is kynna...
Næstkomandi laugardagskvöld ætlum við að bjóða upp á heljarinnar veislu á H30 í Keflavík!
Fram koma:
CLUBDUB
Eitt vinsælasta dúó landsins! Strákarnir hafa slegið mikið í gegn með bangera á borð við Clubbed Up, Eina Sem Ég Vil. Þeir koma ferskir beint af aðalsviðinu á Þjóðhátíð en þeir hafa komið við á nánast öllum stærstu hátíðum landsins og helvíti langt síðan þeir kíktu á H30 síðast!
ANDRI MÁR
Keflvíkingurinn sem hefur verið að gera allt brjálað með laginu VIP! En sá hittari hefur verið á TOP50 Viral Iceland listanum á Spotify fjölmargar vikur í röð. Andri hefur verið að dæla út efni síðustu mánuði og fær loks að leyfa ykkur að heyra það live á laugardaginn. Jörgensen mun koma fram með honum!
EZEKIEL CARL
Hefur átt ansi stórt ár með laginu Ísbíllinn sem Ingi Bauer remixaði. Hann hefur einnig verið duglegur að gefa út smáskífur á Spotify sem við mælum með að allir tjékki á!