Eftir viðburðarríkt og mjög skemmtilegt Papa sumar þar sem við komum t.d fram á Írskum dögum er ferðinni nú heitið upp á Akranes í haust. Það verður talið í alvöru Papaball á Gamla Kaupfélaginu laugardagskvöldið 14. september.
Þetta er að við höldum fyrsta ballið okkar á Gamla kaupfélaginu :) Hlökkum mikið til að endurnýja kynnin okkar við Skagamenn og nærsveitunga