Þau Hera Björk söngkona og Bjössi Thor gítarleikari eru flestum íslendingum að góðu kunn…bara soldið úr sitthvorri áttinni.
Bjössi er fæddur Gaflari & Vestfirðingur, rokkari & djassgeggjari á meðan Hera er ágætis samsuða af Þingeying & Árnesing og meira svona Júróvisjón og Jólin í hugum almennings. Og hver er svo útkoman úr svona blöndu? Jú svei mér þá ef hún er ekki bara ágæt! Saman eru þau tvíkeykið stórgóð skemmtun með sögum, söngvum og sólóum og dassi af stælum í allskyns stílum þannig að einhverjir ættu að geta lygnt aftur augum, brosað út í annað, dillað sér og mögulega haft ögn gaman af.
Þau skötuhjú fagna sumri með íslendingum og gestum vítt og breytt um landið í sumar.