TÓNLIST EFTIR/ MUSIC BY: Johann Sebastian Bach, Astor Piazzolla og / and Pierre Cochereau.
Kitty Kovács er fædd í Gyor í Ungverjalandi árið 1980 og útskrifaðist árið 2003 frá tónlistardeild Széchenyi István háskólans þar í borg með diplómu í píanó- og kammertónlist. Eftir útskriftina starfaði hún sem undirleikari í Gyor og lagði síðan stund á undirleikaranám við Ferenc Liszt Akademíuna í Budapest. Á námsárum sínum vann hún í píanókeppnum, m.a. árið 1997 í Salt Lake City og árið 2000 varð hún í 3. sæti í Chopin keppninni. Kitty kom til Íslands árið 2006 og hefur starfað sem píanókennari og organisti, frá árinu 2011 hefur hún verið kirkjuorganisti við Landakirkju í Vestmannaeyjum og kennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Frá árinu 2012 hefur Kitty stundað orgelnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og vorið 2017 lauk hún kantorsnámi þaðan. Ári síðar lauk hún þaðan námi í einleiksáfanga.
Kitty Kovács, born in 1980 in Gyor in Hungary, graduated from the Music department of the Széchenyi István University in her home town with a diploma in piano and chamber music. After working as an accompanist in Gyor she went on to study accompaniment at the Franz Liszt Academy of Music in Budapest. During her years student she won prizes,e.g. first prize in 1997 in Salt Lake City and in 2000 she won third prize in the Chopin competition in Hungary. Kitty Kovács moved to lceland in 2006 and has worked here as a piano teacher and organist, from 2011 in The Westmann Islands as organist at Landakirkja church and teacher at the local music school. Kitty received her concert organist diploma last spring, after having studied the organ for five years at the National Church School of Music under the guidance of Lenka Mátéová.
Efnisskrá / Program:
Johann Sebastian Bach 1685-1750 Preludia and Fugue in B minor BWV 544
Astor Piazzolla 1921-1992Libertango
Pierre Cochereau 1924-1984Scherzo symphonique