Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Alþjóðlegt orgelsumar/International Organ Summer - Steinar, Hafsteinn, Fjölnir og Örn - Tónleikar

$
0
0

TÓNLIST EFTIR/ MUSIC BY: Hafsteinn Þórólfsson

Steinar Logi Helgason (f.1990) lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Nýja Tónlistarskólanum hjá Jónasi Sen og í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Önnu Þorgrímsdóttur. Hann hóf nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og kláraði þar kirkjuorganistapróf og lauk síðar bakkalársgráðu úr Kirkjutónlistarbraut Listaháskóla íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Steinar Logi stundaði framhaldsnám í kirkjutónlist við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn þar sem Hans Davidsson var hans aðalkennari. Steinar hefur stjórnað fjölda kóra og starfað sem organisti, píanisti og stjórnandi á mörgum vígstöðum en Steinar stundar nú nám í kammersveitastjórnun í Konunglegu tónlistarakademíunni í Kaupammahöfn.

Hafsteinn Þórólfsson lauk mastersnámi í söng frá Guildhall School of Music & Drama í London 2005. Vorið 2011 lauk hann BA námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og lauk Mastersnámi í rytmískum tónsmíðum/lagasmíðum frá Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum vorið 2015.

Sem söngvari hefur Hafsteinn sex sinnum verið þáttakandi í verkefnum sem hafa unnið til verðlauna. Má þar nefna Íslensku tónlistarverðlaunin og Dönsku Tónlistarverðlaunin. 

Hann hefur einu sinni verið tilnefndur til verðlauna sem einsöngvari, átta sinnum sem söngvari í verkefnum kóra eða annarra listamanna og einu sinni söngvari í verkefni sem var tilnefnt til Grammy verðlauna.

Hafsteinn hefur starfað sem atvinnusöngvari í um 18 ár. Hann gaf út sína fyrstu plötu með tríóinu Tríó Glóðir árið 201. Platan innihélt lög langafa hans Oddgeirs Kristjánssonar frá Vestmannaeyjum en hún var gefin út í tilefni 100 ára afmæli Oddgeirs.

Hann er stofnmeðlimur og söngvari í kammerkórnum Cantoque Ensemble sem var tilnefndur fyrir viðburð árið 2017. Hann er meðlimur kammerkórsins Schola cantorum sem var valinn flytjandi ársins 2016. Hann hefur sungið inn á ótal platna, sungið inn á teiknimyndir og kvikmyndir. Hann hefur starfað með Björk, Monotown, Hjaltalín, Sigurrós, Hilmari Erni Hilmarssyni, Ragnhildi Gísladóttur og verið fulltrúi Íslands í Eurovision sem bakraddasöngvari. 

Hafsteinn mun gefa út tvær aðrar plötur á þessu ári og ein fyrirhuguð árið 2019.

Fjölnir Ólafsson baritón hóf 10 ára gamall nám í klassískum gítarleik en gerði sönginn að sínu aðalfagi árið 2008. Hann lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2010 og BMus gráðu frá Hochschule für Musik Saar í Þýskalandi sumarið 2014. 

Fjölnir hefur komið fram á fjölda tónleika í Þýskalandi og á Íslandi. Þar má nefna Ein Deutsches Requiem e. Brahms, hlutverk Jesú í Matteusarpassíu Bachs, frumflutning á ljóðaflokk fyrir baritón og kammersveit eftir Tzvi Avni sem og fjölda ljóða- og einsöngstónleika. 

Á óperusviðinu hefur Fjölnir farið með fjölda minni hlutverka, m.a. í ,,Tosca” og ,,Macbeth”. Þá fór hann með aðalhlutverk í nýrri barnaóperu eftir Gordon Kampe, ,,Kannst du pfeifen, Johanna”, við Saarländische Staatstheater. 

Fjölnir hefur unnið til verðlauna í ,,International Richard Bellon Wettbewerb 2011”, ,,International Joseph Suder Wettbewerb 2012” og ,,Walter und Charlotte Hamel Stiftung 2013”. Fjölnir hlaut verðlaun sem Bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2013 og er styrktarhafi Tónlistarsjóðs Rótarý. 

Örn Ýmir Arason er fæddur árið 1988. Hann hóf nám á kontrabassa ungur að aldri og hefur sungið í kórum frá 7 ára aldri. Örn nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands hjá þeim Tryggva M. Baldvinssyni og Úlfari Haraldssyni og útskrifaðist þaðan vorið 2014. Einnig var hann þar í söngnámi hjá Elísabetu Erlingsdóttur. Í dag starfar hann jafnt við söngstörf, tónsmíðar og hljóðfæraleik og er búsettur í Reykjavík.

Steinar Logi Helgason (b.1990) studied piano in the Reykjavík Music School and the New music school under the tutelage of Jónas Sen and in The Reykjavík Collage of Music with Anna Þorgrímsdóttir. He started his studies in the Icelandic Church Music School in 2010 where he finished a Church organist degree before moving onto his Bachelor’s degree in the Iceland Academy of the Arts, where Björn Steinar Sólbergsson was his main teacher. During the semester 2016-2017, Steinar attended the graduate course in Church music at the Royal Danish Academy of Music. Steinar has in his career conducted a number of choirs as well as having performed as a pianist, organist and conductor in various settings. Steinar is currently enrolled in the master’s program in Ensemble Conducting at the Royal Danish Academy of Music

The Icelandic singer and composer Hafsteinn Thorolfsson studied at the Guildhall School of Music & Drama in London, graduating with an Mmus degree in vocal music performance in 2005. He finished his bachelor degree in composition from The Iceland Academy of the Arts in 2011 and a Masters degree in composition at the Royal Academy of Music in Aarhus in 2015. 

He has performed regularly in Iceland and abroad, performing a wide selection of musical genres. He has premiered numerous compositions by Icelandic composers as a soloist and in vocal ensembles. He has also premiered a composition by Arvo Pärt amongst other European composers. Hafsteinn has recorded on numerous albums, some of which have received Icelandic music awards, International acclaim and a Grammy nomination. 

He released his first album in 2011, singing and arranging his great grandfather's music with his trio Trio Glóðir

Hafsteinn has worked with Peters Spissky, Kaspars Putnins of the Latvian Radio choir, Simon Carrington, Vokalgruppen Concert Clemens in Aarhus, and Björk to name but a few. 

Hafsteinn has performed all over Europe, North America, China and Japan. His compositions have been performed in festivals in Iceland, Denmark, Norway, Sweden and Germany. 

Baritone Fjölnir Ólafsson commenced his singing studies in 2008

after having trained as a Classical Guitarist from an early age and

studied at the Reykjavik College of Music. Fjölnir graduated from

the Hochschule für Musik Saar in 2014.

He has appeared on numerous occasions on the concert platform in

Germany and Iceland, in Brahms Requiem and Bach’s St Matthew

Passion to name but a few. At the Saarländische Staatstheaters he

has appeared in numerous productions, such as “Tosca” and

“Macbeth”.

Fjölnir has taken part in the “Lied akademie des heidelberger

frühling”, where he participated in Masterclasses with Thomas

Hampson, Thomas Quastoff and Wolfram Rieger. He is a

prizewinner in the “International Joseph Suder Wettbewerb 2012”

and has been the recipient of numerous awards and grants,

including the Walter und Charlotte Hamel Stiftung 2013 and the

Icelandic Rotary Prize 2013. In 2013 he recieved the Newcomer of

the Year award at the Iceland Music Awards 2013.

Örn Ýmir Arason was born in Reykjavik in May 1988. At an early age he started singing in a choir and studying the double bass. Örn studied composition at the Icelandic Academy of the Arts and finished his degree in June 2014. There he also studied singing and is a member of the professional Reykjavikcensis Schola Cantorum choir in Hallgrimskirkja. Örn has composed for various dance artists in Iceland, chamber groups, choirs and for the National Theater in Reykjavik as well. He now lives in Reykjavik where he works as a singer, double bass player and composer.

Efnisskrá / Program:

Hafsteinn Þórólfsson 1977 Þytur úr norðri / Tempest from the North (2014)

I - Þá sá ég hvassviðri koma

II - Kerúbarnir


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696