
Jólin koma með Frostrósum!
Vinsælasti tónlistarviðburður allra tíma hér á landi kveður með óviðjafnanlegum lokatónleikum.
Fram koma dívurnar; Margrét Eir, Hera Björk, Hansa, Regína Ósk og Vala Guðna, tenorarnir Garðar Thór Cortes, Jóhann Friðgeir og Kolbeinn Ketilsson auk stórsöngvaranna Friðriks Ómars og Páls Rósinkranz.
Sérstakir gestir eru hinn norski drengjasopran Marcus Dawson og þær Erna Hrönn, Heiða Ólafs, Gréta Salóme og Guðrún Árný
Þeim til halds og trausts verður 30 manna Stórhljómsveit Frostrósa undir stjórn Árna Harðarsonar, Karlakórinn Fóstbræður, félagar úr Vox feminae, Cantabile og Kvennakór Domus Vox auk Stúlknakórs Reykjavíkur og Íslenska gospelkórnum ásamt fleirum.
Öllu verður tjaldað til og verða þetta án vafa viðamestu tónleikar síðari ára á Íslandi. Höllin verður færð í sannkallaðan Frostrósabúning og hátt í 300 manns munu færa okkur jólin á stærsta sviði landsins skreyttu nýrri og glæsilegri sviðsmynd.
Eigum saman ógleymanlega stund í Höllinni fyrir jólin.
Því fyrst koma Frostrósir – svo koma jólin.
- Uppselt er á tónleikana kl. 21:00
- Uppselt er í svæði "Salur A+" og "Stúka B" á tónleikana kl. 16:30