Jónas Sig stígur á stokk á Vagninum á Flateyri ásamt sinni geggjuðu hljómsveit eftir miðnætti föstudaginn langa, 19. apríl.
Búið ykkur undir að tapa ykkur á dansgólfinu, upp á borðum, stólum eða hvar svo sem þið viljið dilla ykkur...
ATH að takmarkaður fjöldi miða er í sölu þar sem plássið er jú ekki endalaust á gamla góða Vagninum. Tryggið ykkur miða í forsölu sem hefst á midi.is kl. 12. miðvikudaginn 27. mars!