Eftir óteljandi tónleikaferðir um heiminn síðastliðin ár, spila Mezzo strákarnir loksins aftur í Reykjavik, þar sem þeir munu flytja öll sín þekktustu lög á sinn kraftmikla og einstaka hátt. Þeir Gulli, Eyþór, Jói, Friðrik, Jónas og Ari Bragi ásamt góðum gestum munu bræða saman Funk, Jazz & Rock af kostgæfni eins og þeim er einum lagið. Margir hafa beðið með óþreyju eftir Mezzoforte á Íslandi eftir stórkostlega afmælistónleika 2017. Ekki missa af þessum einstaka viðburði.
↧