Agent.is kynnir með miklu stolti einn flottasta viðburð ársins til þessa á H30...
FLÓNI x JOEY CHRIST @ H30, KEFLAVÍK laugardagskvöldið 2. febrúar! Forsala hefst á mánudaginn, fyrstu miðar verða ódýrari og forsölumiði kemur þér framfyrir röð!
Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni fyrir nokkrum dögum síðan. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. Aðeins 2 dögum eftir kemur hann fram á H30 og mun flytja nýja efnið í bland við það gamla.
Platan, Floni 2, inniheldur sjö lög og er rapparinn Birnir Flona til halds og trausts í einu laginu. Fyrsta lagið ber heitið „Kominn aftur“ og er það líklega viðeigandi titill þar sem rúmlega ár er síðan hann gaf út sína fyrstu plötu, Floni, en hún kom út í desember 2017.
Joey Christ mun einnig troða upp en fyrsta lag hans "Joey Cypher" var eitt vinsælasta rapplag Íslands frá upphafi. Á tveim árum gaf Joey út tvær plötur, vann tónlistarverðlaun fyrir besta lag og hiphop plötu ásamt því að hita upp fyrir Young Thug, Migos og fleiri fagmenn. Nýja lagið hans "Sumarfrí" með Jón Jónsyni hefur slegið heldur betur í gegn en þessa þessa dagana vinnur hann í nýrri breiðskífu sem við vonandi fáum að heyra á þessu ári.