Á tónleikunum í Bæjarbíói þann 2. mars 2019 munu upprunalegir liðsmenn hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar EIK rifja upp tímabilið frá árunum 1975 til 1977 þegar hljómsveitin var upp á sitt besta og leika lög af hljómplötunum Speglun frá 1976 og Hríslan og Straumurinn frá 1977 ásamt eldra efni, en báðar þessar plötur fengu mikið lof gagnrýnenda og unnenda góðrar tónlistar þegar þær litu dagsins ljós.
EIK var meðal annars kosin hljómsveit ársins 1976 af Íslenskum blaðamönnum.
Enn eru allir liðsmenn EIK starfandi við tónlist og hafa verið önnum kafnir undanfarin ár við að setja fingraför sín á Íslenska tónlistarsögu.
Og nú skal blásið til veislu og til að gera útkomuna sem allra besta hafa bæst í hópinn 4 söngvarar og auka-hljóðfæraleikarar.
Það verður enginn unnandi góðrar tónlistar svikinn af þessari tónlistarveislu EIKARINNAR.
Í EIK eru:
Ásgeir Óskarsson Trommur
Tryggvi Hubner Gítar
Lárus Grímsson Hljómborð, saxófónn, Flauta, Gítar og Söngur.
Pétur Hjaltested Hammond orgel.
Haraldur Þorsteinsson Bassi, söngur.
Söngvarar og auka-hljóðfæraleikarar eru:
Árni Jónsson Söngur
Kristófer Jensson Söngur
Unnur Birna Bassadóttir Fiðla og Söngur
Magnús Jóhann Ragnarsson Hljómborð