Agent.is kynnir með miklu stolti...
HERRA HNETUSMJÖR @ H30 22. DESEMBER (18+)
"Hetjan úr hverfinu" er plata sem hefur farið sigurför um Ísland undanfarna daga en hún inniheldur meðal annars smellina "Nýr ís", "Keyra" og "Upp til hópa". Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Herra Hnetusmjör stígur á svið í Keflavík eftir útgáfuna en búast má við því að gestir fái að heyra smelli af plötunni í bland við það gamla góða. Það er óhætt að segja að Herra sé einn vinsælasti rappari landsins um þessar mundir. Með eina vinsælustu plötu landsins, hamborgara á matseðlinum í sínu nafni á Fabrikunni og sitt eigið Hnetusmjör í kjörbúðum landsins segir allt sem segja þarf. Heimamennirnir mögnuðu, Orvar, Andri Már og Blaffi sjá um upphitun kvöldsins, en þeir lofa rugluðu showi.
Viljum nýta tækifærið og óska öllum þeim sem eru að útskrifast innilega til hamingju!
FORSALA - það nennir engin að standa í röð, þess vegna hvetjum við ykkur öll að kaupa miða í forsölu á þetta magnaða kvöld. Það er ekki bara ódýrara heldur veitir það ykkur líka aðgang framfyrir röð! Takmarkaður fjöldi miða verður í forsölu, fyrstur kemur, fyrstur fær. Fyrstu 50miðarnir í forsölu verða á 1.500 kr.-, eftir það verður 2.000 kr.-. Forsala hefst á mánudaginn í Galleri Keflavík og Miði.is.