
Tríó Sunnu Gunnlaugs í Hofi 2. október!
Nýútkominn diskur tríós Sunnu Gunnlaugs, 'Distilled' fær nú hverja glimrandi umfjöllun á fætur annari erlendis.
Jazzgagnrýnandi Rhapsody valdi 'Distilled' sem einn af top 10 diskum september mánaðar. Diskurinn fékk einnig nýlega umfjöllun hjá London Jazz News sem segir Sunnu vera "sérlega smekklegan píanista" og diskinn vera "ferskan og óaðfinnanlega fram settan af þéttu tríói, stútfullu af hugmyndum". Jazznytt í Noregi mælir með disknum í nýjasta tölublaði sínu og Jazz Japan gefur honum einnig frábæra dóma og segir "stemmningu diskins ná hæðum sem einungis topp-tónlist nær." Tríóið fagnar nú útkomu disksins með tónleikum víða um land. Þau verða í Hofi 2 október og hefjast tónleikarnir kl 20:00. Miðaverð er 2000 krónur.
Sunna Gunnlaugs-píanó
Þorgrímur Jónsson-bassi
Scott McLemore-trommur