
Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Pálmi Gunnarsson, heldur tónleika í Menningarhúsinu Hofi 8. nóvember þar sem hann fer yfir langan feril ásamt einvalaliði tónlistarmanna. Hvers vegna varstu ekki kyrr, Þorparinn, Ég er á leiðinni, Íslenska konan, Vegurinn heim, Þitt fyrsta bros, Ísland er land þitt og allar hinar perlurnar sem Pálmi hefur gætt lífi og sál verða á efniskrá tónleikana.
Ekki missa af þessum einstöku tónleikum með Pálma og gestum.
Tónlistarstjóri: Þórir Úlfarsson
Söngur: Pálmi Gunnarsson
Sérstakir gestir: Magnús Eiríksson & Ellen Kristjánsdóttir