Við segjum stopp!
Við getum ekki lengur horft upp á unga fólkið okkar feta braut sem endar í vonleysi og jafnvel dauða. Við getum ekki lengur horft á dánafregnir af ungu fólki sem ætti að vera að elta draumana sína en ekki liggja á köldu stálborði dánardómstjóra. Eftir sitja fjölskyldur í sárum sem aldrei gróa.
„Haltu lífi“ er ákall til þín til að segja „hingað og ekki lengra!“ Við getum sameinast um að byggja upp þjóð sem sýnir samstöðu í báráttunni við þennan vágest.
Við skorum á þig að koma og vera með okkur
Einn getur ekki hjálpað öllum en allir geta hjálpað einum.
#HaltuLífi