Extreme Chill Festival kynnir:
Sóley í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 9 september.
Sóley Stefánsdóttir útskrifaðist af tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands árið 2010. Áður hafði hún stundað klassískt píanónám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og djazz píanóleik við Tónlistarskóla FÍH. Árið 2011 gaf hún út sína fyrstu breiðskífu We Sink sem fékk afar góðar viðtökur. Platan var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut platan mjög góða dóma víðsvegar um heim. Síðan þá hefur hún verið iðin við tónleikaferðalög útum allan heim ásamt útgáfum en hún hefur gefið út tvær breiðskífur til viðbótar ásamt þremur smáskífum en önnur þeirra, Krómantík (2014), er samansafn stuttra og einkennilegra píanóverka. Sóley hefur unnið að tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir, dansverk og stuttmyndir og var tilnefnd til Grímuverðlaunna árið 2013 fyrir tónlist sína í leikritinu Nýjustu fréttir. Nú vinnur Sóley að sinni fjórðu breiðskífu, tilraunakenndari plötu um endalok heimsins fyrir harmoniku, þeremín, rödd og hljóðgervla.
Dagskrá:
Sóley (IS)
Sebastian Studnitzky (DE)
Andrew Heath (UK)
Ekki missa ef þessum einstaka viðburði.