Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Fimmta Beethovens - Gul - tónleikaröð

$
0
0
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Fimmta Beethovens

Fimmta sinfónía Beethovens er eitt vinsælasta verk tónbókmenntanna og ná vinsældir þess langt út fyrir raðir aðdáenda klassískrar tónlistar. Viðurnefnið Örlagasinfónía hefur fest við verkið en það er einkum skírskotun til heyrnarleysis tónskáldsins sem var farið að hrjá hann í sköpunarferli verksins.

Nýtt ónefnt verk Daníels Bjarnasonar er annað verkið sem Los Angeles Fílharmóníuhljómsveitin pantar af honum og verður það frumflutt í Walt Disney höllinni í desember næstkomandi undir stjórn Gustavos Dudamel.

Eldfuglinn er fyrsta sagan sem Stravinskíj færði í tóna fyrir Rússneska ballettinn í París. Í kjölfarið fylgdu ballettarnir Petrúska og Vorblótið. Glæsileg svíta Stravinskíjs úr Eldfuglinum endurspeglar ævintýrið um fuglinn glóandi sem bæði fylgir blessun og bölvun.

Ævintýrið um Shéhérazade úr Þúsund og einni nótt hefur verið mörgu tónskáldinu hugleikið. Ravel samdi töfrandi tónsmíð við þrjú ljóð um stúlkuna hugrökku sem spennandi verður að heyra í flutningi áströlsku sópransöngkonunnar Allison Bell. Hún hefur sungið helstu hlutverk óperubókmenntanna sem skrifuð hafa verið fyrir háan sópran og er tíður gestur í helstu tónleikasölum heims.

Daníel Bjarnason
Nýtt verk
Ígor Stravinskíj
Eldfuglinn-svíta
Maurice Ravel
Shéhérazade
Ludwig van Beethoven
Sinfónía nr. 5
Ilan Volkov
hljómsveitarstjóri
Allison Bell
einsöngvari


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696