Karlakórinn Kári verður með 10 ára afmælis-tónleika ásamt Elmari Gilbertssyni og Eyþóri Inga Gunnlaugssyni í Félagsheimilinu KLIFI í Ólafsvík. Aðrir gestasöngvarar verða Lárus Hannesson, Hólmfríður Friðjónsdóttir og Karlakórinn Heiðbjört.
Undirleikarar verða Friðrik Vignir Stefánsson og Valentina Kay.
Kórstjóri: Hólmfríður Friðjónsdóttir.
Friðrik Vignir mun leika af fingrum fram eins og honum er einum lagið frá kl. 19.30 fram að tónleikum.
Karlakórinn Kári var stofnaður veturinn 2008 af nokkrum körlum á norðanverðu Snæfellsnesi og er því 10 ára um þessar mundir.