Það er ekkert lát á vinsældum Eyþórs Inga í Bæjarbíói og nú er uppselt í þriðja sinn fimmtudaginn 12. apríl . Við höfum bætt við tónleikum fimmtudagskvöldið 10. maí vegna gríðarlegra vinsælda.
Eyþór Ingi er án efa einn af okkar fremstu söngvarum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma. Hér er á ferðinni alveg hreint mögnuð blanda af þessu tvennu og gott betur. Eyþór hefur farið sigurför um landið, einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni.
"Allar bestu hliðar Eyþórs Inga, Áhrifavaldar, Tónlistin og eftirhermur" - Júlíus Júlíusson
"Þrátt fyrir allan hláturinn og grínið þá stendur uppúr kvöld með einstökum listamanni. Hann kom td. verulega á óvart sem gítar og píanóleikari, sem söngvari er hann á öðru leveli en flestir og lagavalið var einstaklega gott." -Rúnar Eff