Kvöldvökurnar halda áfram og nú er komið að - Bjartmar laugardaginn 31.mars kl:21:00.
Bjartmar hefur starfað í íslensku tónlistarlífi sem flytjandi og höfundur frá unga aldri. Á löngum höfundarferli sínum hefur Bjartmar átt ótal vinsæl lög og ljóð sem samleið hafa átt með þjóðinni.
Á tónleikunum mun Bjartmar flytja margar af sínum óborganlegu perlum með spaugilegum sögum og grátbroslegum undirtón.
Þar koma fram m.a. : Sumarliði, fúll á móti, týnda kynslóðin, grenjandi krakkaormar útataðir í Súrmjólk, bissí Krissí, tilfinningatjúnaðir kótilettukarlar og æskan með vottorð í leikfimi.
Ástarljóð, kærleikur og undur heimsins munu fljúga um salinn.
Rokkið lifi !!!!