Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Kvöldvaka - Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar - Tónleikar

$
0
0

Gamla dettur í létta kvöldvöku með Sverri Bergmann & Halldóri Fjallabróður, föstudaginn 12. jan klukkan 22:00.

Sverrir og Halldór Gunnar hafa starfað saman í tæpan áratug og hafa þeir spilað vítt og breitt um landið og ýmislegt brallað á þeim tíma. Þar má til dæmis nefna plöturnar "Fallið Lauf" og "Föstudagslögin" sem komu báðar út árið 2012.

Sverrir hefur einnig komið fram með Fjallabræðrum töluvert á þessum tíma og hefur hann sungið inn plötur hjá bræðrunum og má þar nefna lögin "Hér á ég heima" af Abbey Road plötu Fjallabræðra og "Þar sem hjartað slær" sem var Þjóðhátíðarlag Vestamannaeyja 2012.

Fyrir rúmu ári síðan stofnuðu þeir hljómsveitina Albatross sem sendi fyrst frá sér lagið "Ástin á sér stað" ásamt Friðrik Dór. Einnig kom út stuttskífa á netinu sem ber heitið "Albatross í Hlégarði" en þar er að finna nokkur tökulög. Nýjasta afurð Albatross er lagið "Ég ætla að skemmta mér" og kom það út í lok árs 2017.

Góða skemmtun!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696