Töfratónar í Hannesarholti
Miðvikudagskvöldið 20. desember verður sannkölluð jólastemning í Hannesarholti þegar tríóið Töfratónar leika fyrir gesti í Hljóðbergi. Þríeykið, sem hefur leikið saman síðan snemma árs 2016, léku nýverið undir á kaffihúsamessu í Lindakirkju við miklar og góðar undirtektir gesta.
Á tónleikunum munu Töfratónar leika úrval þekktra jólalaga og sálma og hvetur hljómsveitin gesti til að taka undir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 í tónleikasal Hannesarholts.
---
Opið verður í Veitingastofum Hannesarholts fyrir tónleikana og býðst gestum að gæða sér á jólaplatta Hannesarholts 2017 fyrir viðburð. Borðapantanir í s. 511 1904