Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Hljóðön - Tónleikar

$
0
0
Mynd

Grímur Helgason, klarínettuleikari og Kristín Þóra Haraldsdóttir, víóluleikari hefja nýtt starfsár tónleikaraðarinnar Hljóðön í Hafnarborg með tónleikum sunnudaginn 15. september, kl. 20. Á efnisskráni verða verk eftir Gérard Grisey, Luciano Berio og Mario Lavista, ásamt því að frumflutt verða ný verk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Kristínu Þóru Haraldsdóttur.

Hljóðön er tónleikaröð tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Nafn tónleikaraðarinnar skírskotar til smæstu merkingargreinandi hljóðeininga tungumála, grunneininga sem púsla má ólíkt saman svo úr verði tilraun til merkingar. Hafnarborg efnir hér til tónleikaraðar þar sem ætlunin er að kynna ólík verk samtímatónskálda úr fremstu röð. Í forgrunni verða verk sem fá best notið sín við þær aðstæður og miklu nánd sem býðst í sal Hafnarborgar og telja má sérstakan í flóru tónlistarsala á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikaröðin er styrkt af tónlistarsjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Námsmenn og eldri borgarar geta keypt miða á 1500 kr. í afgreiðslu Hafnarborgar eða í gegnum s. 585-5790.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696