Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, heldur tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 5. nóvember á Allra heilagra messu, líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni flytur kórinn þrjú áhrifamikil kórverk, Media vita eftir John Sheppard, Miserere eftir James MacMillan og Missa defunctorum eftir Kjell Mörk Karlsen. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Tónleikar Schola cantorum á Allra sálna messu undanfarin ár, þegar látinna er minnst, hafa notið mikilla vinsælda í kertum prýddri kirkjunni, þ.s. a cappella söngur kórsins nýtur sín einkar vel í hljómburði kirkjunnar.
Endurreisnartónskáldið John Sheppard (d. 1558) var uppi á Englandi á fyrri hluta 16. aldar. Hann skrifaði mikið af fjölradda kirkjutónlist. Eitt þekktasta verk hans er Media vita, 6 radda kórverk, sem er tvinnað í kring um gregorgst andstef við lofsöng Símeons, Nunc dimittis, “Nú lætur þú Drottinn, þjón þinn í friði fara”.
Skoska tónskáldið James MacMillan (f. 1959) hefur skipað sér sess sem einn fremsti höfundur kirkjulegrar kórtónlistar nú á dögum. Kórverkið Miserere frá 2009 fyrir 4-8 radda kór án undirleiks, er í senn aðgengilegt og krefjandi bæði fyrir flytjendur og áheyrendur. Texti verksins er 51. Davíðssálmur, um miðbik verksins hljóma 4 vers tónsett við sama stef og hið margfræga Miserere eftir Allegri byggir á.
Norska tónskáldið Kjell Mörk Karlsen (f. 1947) skrifaði Sálumessu fyrir kór án undirleiks til minningar um eiginkonu sína og var frumflutt fyrir tveimur árum. Schola cantorum flutti verkið á allra sálnamessu í fyrra, og kallaði hrifningin á verkinu á annan flutning á þessu ári.
Schola cantorum hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og mikið lof fyrir söng sinn bæði hérlendis sem erlendis. Kórinn var valinn "Tónlistarflytjandi árins 2016" á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars sl.Schola cantorum er í fremstu röð kóra á Íslandi og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir söng sinn, m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins 2016 og geislaplata kórsins Meditation hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda víða um heim.
------------------------------
Gemstones of a cappella choral music on All Saints Day:
All Saints‘ day, is celebrated on the first Sunday of November. It is a day of remembrance for the faithful - to reflect on and express gratitude for their loved ones who have died. Many beautiful sacred compositions - requiems, motets and hymns - are connected to this day. It has been a tradition for many years at Hallgrímskirkja to celebrate All Saints‘ day with a concert.
In this year's concert, Schola Cantorum, The Chamber Choir of Hallgrímskirkja, presents sacred compositions by composers known for their beautiful musical language, that connects the past and the present.
Schola Cantorum
Schola cantorum is the Hallgrímskirkja multiple prize-winning chamber choir, founded in 1996 by its conductor Hörður Áskelsson. Schola cantorum was awarded the “Performer of the Year 2016" by the Icelandic Music Award in March 2017. Schola cantorum has from the very start played an important role in Icelandic music scene with a repertoire that consists mainly of renaissance, baroque and contemporary music including numerous premier performances by Icelandic composers. The choir gives regularly concerts in Iceland and has given concerts in Norway, Finland, Germany, Italy, Spain, Japan, Switzerland, France and USA. Last April the choir was invited to perform in 5 concerts in the Reykjavik Festival in Walt Disney Hall in Los Angeles, organized by the LA Phil, and received outstanding reviews in world known newspapers like NY Times, LA Times etc.