Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Ítölsk veisla í Þingholtunum - Stofutónleikar með Gissuri Páli og Árna Heiðari

$
0
0
Mynd

Fyrir rúmu ári síðan tróðu þeir félagar upp á stofutónleikum í Þingholtunum með íslensk sönglög. Komust þá færri að en vildu. Nú koma þeir fram á tvennum tónleikum með nýtt prógramm með Napolilögum í einstaklega fallegri íbúð með útsýni yfir Kvosina. Í hléi munu þeir svo traktera tónleikagesti á ítöslkum veitingum. Þetta er einstakur atburður sem enginn unnandi sönglagatónlistar ætti að láta fram hjá sér fara.

Napoli-borg hefur í gegnum aldir verið suðupunktur menningar og lista þar sem viðskipti hafa blómstrað í skjóli fjölmenningar. Á þessum ævintýralega stað hefur skapast sérstök sönglagamenning sem í daglegu tali eru kölluð Canzone Napoletana - Napolílög. Lögin eru um margt sérstök því þau fleyta rjómann af aríum ítölsku óperunnar, en eru samt byggð á þjóðlagagrunni og þau má heyra flutt, jafnt með einum gítar sem heilli sinfóníuhljómsveit. Á þessum stofutónleikum verður opnaður lítill leynigluggi inní þessa heillandi töfraveröld Napólímenningarinnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696